Græjurnar

Vélakostur okkar er af ýmsum toga og höfum við flutt þær allar inn sjálf til að komast hjá aukakostnaði. Við höfum kanski farið aðeins aðrar leiðir en margur hefði farið. Við erum með fjöldaframleiðslu í huga og því keyptum við gríðarlega afkastamiklar hjólsagir og erum líka með mjög vandaða bandsög til minni verka ásamt sögun á útiklæðningum. Þá erum við með mjög vandaðan fjórhliðahefil til að skila toppgæðum í frágangi á efni. Einnig þýska kögglapressu til framleiðslu á sagkögglum til undirburðs. Svo eitthvað sé nefnt.

 

 

Bolsög

Bolsög

MJY142-35 framleidd af Shengong sem er einn stæðsti framleiðandi á þessum vélum í Asíu. Tekur 14 – 35cm boli. Getur tekið frá einum og upp í 10 skurði í einu og er ætluð til fjöldaframleiðslu og því gríðarlega afkastamikil. Hægt er að stilla þykktir á plönkum að vild.
Planka/borðsög

Planka/borðsög

MJF143C-1535. Einnig framleidd af Shengong. Tekur frá 30 – 150mm þykkt efni og 550mm breitt. Sögin getur tekið frá einum upp í 10 skurði í einu og er gríðarlega afkastamikil. Hægt er að stilla þykktir að vild.

Þessar sagir eru þær fyrstu sem pantaðar voru til Evrópu.
Bandsög

Bandsög

Norwood LumberMate LM29. Þessi vél er framleidd í Kanada en við keyptum hana í gegnum sænska fyrirtækið Logosol.
Hún tekur mest 72cm þykkan og 4,9m langan bol en hægt er að lengja í 6 metra.
Fjórhliðahefill

Fjórhliðahefill

Logosol PH260. Þessi vél er frá Logosol, sænsku fyrirtæki sem sérhæfir í í vélum og tækjum fyrir timbur- og skógariðnað. Með þessari vél getum við heflað allar 4 hliðarnar í einu og prófílað munstur í panel, lista ofl þess háttar. Vélin býður einnig uppá sérvinnslu á munstri eftir gömlum panelum.
Kurlari

Kurlari

WM-8H Þessi vél frá WoodMaxx kemur frá Ameríku og hentar okkur mjög vel þar sem við kurlum einungis smærra efni og afskurð. Hann er traktorsdrifinn með vökvamötun.
Eldiviðarkljúfari

Eldiviðarkljúfari

Við njótum góðs af því að fá að nota kljúfara sem Búnaðarfélagið hér í Fljótsdal á en hann er af gerðini Hakki Pilke 2X32. Við leigjum einnig fleirri skógartæki frá því frábæra félagi.