Saga skógarafurða

Fyrirtækið Skógarafurðir ehf er fjölskyldufyrirtæki og var stofnað í nóvember 2014. Eftir að hafa fest kaup á jörðinni Ytri-Víðivöllum II í Fljótsdal var ákveðið að opna þar úrvinnslustöð skógarafurða. Eigendur Skógarafurða ehf eru Bjarki M Jónsson og Jón Ólafur Sigurðsson.

Það var sumarið 2013 sem Bjarka er farið að langa að leggjast í skógrækt af fullum þunga og fór að líta í kring um sig erftir jörð til að búa á. Sumarið 2014 skoðum við jörðina á Ytri-Víðivöllum II og féllum fyrir henni.

Á Víðivöllum-Ytri II eins og jörðin heitir í raun og veru þó hið opinbera snúi nafninu við er mikill skógur á misjöfnum aldri. Þar á meðal einn af elstu nytjaskógum landsins. En hann er elsti hluti af Fljótsdalsáætlun og gróðursettur 1971 af þáverandi bændum á Víðivöllum-Ytri I og II þeim Þórarni Hallgrímssyni og Rögnvaldi Erlingssyni. Sá skógur er á svæði sem skiptist á milli bæjanna. Síðan er nýrri skógur á ýmsum aldri nær bænum eða á heimajörðinni sem þau hjón Þórarinn Rögnvaldsson og Magnhildur Björnsdóttir þáverandi eigendur jarðarinnar eiga mestan heiðurinn af. Þar er einnig að finna mikinn og gamlan Birkiskóg (náttúruskóg) sem þarfnast mikillar aðhlynningar til að koma í veg fyrir sjálfseyðingu. Plantaði skógurinn er með í Héraðs- og Austurlandsskógum en birkiskógurinn stendur utan þess svæðis.

Einnig er jörðin Hrafnsgerði í Fellum í eigu fjölskyldu okkar. En fjölskyldan er búin að vera í skógrækt þar síðan 1936 þegar Hannes Sigurðsson (afabróðir Jóns) byrjaði að gróðursetja græðlinga sem hann fann sjálfsáða og safnaði saman á einn stað, Sigurður Jónsson bróðursonur Hannesar og faðir Jóns tók þátt í þessu með honum fram yfir 1940.

Um 1940 byrjar Hannes að fara fá plöntur frá Hallormsstað og töldu menn nú að þetta væri ekki gáfulega farið með land og tíma. 1954 er fyrsta formlega skógræktargirðingin girt. Áður hafði verið girt frá bjargi inn að ánni og niður með ánni að innanverðu (í landi Arnheiðarstaða / nú Droplaugarstaða) en það voru upphaflega kúagirðingar en ekki skógræktargirðingar. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og hófust nú reglulegar plantanir. Jón Ólafur kemur fyrst í Hrafnsgerði 1955 og tók þátt í gróðursetningum árlega með þeim systkinum Hannesi og Bergljótu fram á 7. áratuginn og hefur verið viðriðinn skógræktina í Hrafnsgerði allar götur síðan. Hannes lést haustið 1979 og Bergljót 1981 en hennar áhugi og hlutur var ekki síðri en Hannesar.

Merkilegasti hluti Gamla skógarins var að mati Sigurðar Blöndal skógarfurulundur, en hann var liður í tilraunaverkefni rétt uppúr 1950 þar sem valdir voru fjórir staðir á landinu og þar gróðursettar skógarfurur. Lundurinn í Hrafnsgerði er sá eini sem lifir og þar dafna skógarfururnar vel og hafa sáð út frá sér.

1981 tekur bróðursonur þeirra Sigurður Jónsson við jörðini og heldur áfram skógræktinni þar sem frá var horfið. Það er svo um 1991 sem gróðursettning fer af stað aftur af alvöru og tekur öll fjölskyldan þátt í því, sá hluti er oft kallaður „Nýi skógurinn“ til aðgreiningar og frá 1995 er sá hluti inni í Héraðsskógum.

Árið 2006 taka Jón Ólafur og syskini hans við jörðini af pabba sínum, Það kom í hlut Jóns að annast um skóginn og frá 2011 er allur skógurinn í Hrafnsgerði með í Héraðs- og Austurlandsskógum.

Í nytjaskógrækt þarf alltaf að hugsa til framtíðar og því munum við áætla að árlega planta nýjum trjám í um 10 hektara lands á hvorri jörð.en það er um 20-40 þús plöntur.

Bjarki Jónsson Frumkvöðull & Skógarbóndi

Starfsmenn

Eigendur og starfsmenn Skógarafurða.

Bjarki Jónsson

Bjarki Jónsson

Kristín Gunnarsdóttir

Kristín Gunnarsdóttir

Jón Ólafur Sigurðsson

Jón Ólafur Sigurðsson

Ragnheiður Þórðardóttir

Ragnheiður Þórðardóttir

Birgir Þór Bjarnason

Birgir Þór Bjarnason

Staðsetning

Ytri-Víðivellir II
701 Fljótsdalur

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga
08:00 - 17:00
Laugardaga
10:00 - 16:00

Hafðu samband

Sími
698-6237
Netfang
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.