Vörur

Allar okkar vörur eru unnar úr Íslensku hráefni, úr okkar skógi sem og hráefni sem við kaupum frá öðrum skógarbændum á Austurlandi. Við vinnum mest úr lerki en einnig úr furu, greni, birki og ösp. Svo eitthvað sé nefnt. Allar okkar tilbúnu vörur hafa verið meðhöndlaðar við lámark 60°hita.

 

Eldiviður

Eldiviður

Við vinnum eldivið úr birki sem ætlaður er í opin eldstæði og er mikið notaður í pizzahús. Síðan erum við með blandaðan eldivið fyrir lokuð eldstæði. Við notum lerki og furu aðalega í það sem og annan barrvið. Allur okkar eldiviður er klofinn og síðan ofnþurrkaður í 60° hita og rakastig undir 18% Afhent í 40 lítra pokum eða 1000 lítra (1m3) stórsekk. Einnig er hægt að fá hjá okkur á staðnum það sem við köllum annars flokks eldivið, en það er viður sem uppfyllir ekki alveg ströngustu skoðun.
Pallaefni

Pallaefni

Við vinnum pallaefni okkar úr lerki. Lerkið hefur sína náttúrulegu fúavörn og er því endingargóður viður án allra óæskilegara efna sem oft eru notuð í fúavörn. Lerki gránar með tímanum ef það er ekki meðhöndlað, en hægt er að halda ferska litnum með því að olíubera reglulega. Við munum vera með á lager eina stærð til að byrja með. 27 x 90 mm. Hægt verður að fá efnið með hvössum eða rúnnuðum hornum. Efnið kemur fínheflað frá okkur. Einnig tökum við að okkur alla sérframleiðslu ef þess er óskað.
Klæðningar

Klæðningar

Sérframleiðum bandsagaðar klæðningar úr Lerki, Greni og ösp í öllum stærðum og gerðum. Algengast er 22mm eða 25mm þykkar en þar sem við sérframleiðum þetta fyrir þig, er enginn aukakostnaður að fá klæðninguna sérsniðna að þínum óskum.
Panill

Panill

Við getum tekið að okkur sérframleiðslu á panelum sem ekki eru framleiddir lengur. Í þeim tilfellum þurfum við teikningu eða smá bút af gömlu klæðningunni til að framleiða sama munstur og sú gamla hefur. Við gerum líka tilboð í alla sérframleiðslu. Svo sem sviðnar klæðningar, bandsagaðar, heflaðar eða prófílaðar.
Gólfefni

Gólfefni

Erum með parkett sem lagervöru úr lerki sem og eitthvað af birki og furu. Erum með með stafaparkett sem límt er á gólfið. Hægt er að fá það í föstum lengdum til að gera fiskibeina munstur sem og blandaðar lengdir í beina lagningu. Stafaparkett er í boði úr lerki og birki í sérvinnslu. Vegna mikilla eftirspurnar höfum við áhveðið að vera með fljótandi parkett úr lerki í boði. Verið er að þróa okkar útfærslu sem mun verða lagervara. Einnig framleiðum við gólffjalir úr furu, greni eða lerki eftir sérpöntunum.
Listar

Listar

Við erum með nokkrar gerðir af loft- og gólflistum úr lerki, furu og greni. Einnig sérframleiðum við lista sem hætt er að framleiða eða fást ekki lengur. Eina sem við þurfum er teikning eða smá bútur af gamla listanum og við getum framleitt lista eins og þann gamla. Þetta er tilvalin lausn fyrir þá sem eru að gera upp gömul hús.
Flettiviður

Flettiviður

Þegar við vinnum okkar hráefni kemur alltaf eitthvað af borðum til með að safnast upp á lager hjá okkur. Þetta eru misbreið borð alt frá 14 – 30mm breið. Og eru frá 25mm upp í 40mm þykk með lifandi kanti. Allt efnið er þurrkað undir 20% í ofni og er sett aftur inn ef efnið á að fara í innanhúsnotkun. Efnið er ýmist grófheflað eða bandsagað.
Renniviður

Renniviður

Ýmislegt er til sem rennismiðum finnst gaman að nota. Við eigum eitthvað til af lerkirótum í allavega stærðum. Eitthvað er og til af bolum sem hafa legið inni og þornað, þá liggur eitthvað af bútum og kubbum sem má gera ýmsilegt úr. Aðallega erum við með birki og lerki liggjandi hjá okkur en einnig detta stundum bútar af reynivið inn til okkar. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að gefa okkur hugmyndir eða koma með óskir um hvað menn vilja nota, því það er ansi oft sem koma upp hjá okkur bútar af tvítoppum og allskonar efni sem gæti verið skemtilegt til að renna eitthvað fallegt úr.
Skreytingarefni

Skreytingarefni

Ýmislegt leynist í skóginum sem er vinsælt að nota í skreytingar. Svo sem könglar, börkur, mosi, fúnar greinar, venjulegar greinar, svona má lengi telja en við söfnum ýmsu til okkar sem við sjáum á göngum okkar. Því hvetjum við fólk að hafa samband ef það er eitthvað sem má nýta úr skóginum.
Sérvinnsla

Sérvinnsla

Við tökum að okkur flest alla sérvinnslu á timbri. Hvort sem það eru sérstakar stærðir, sérstök áferð eða sviðið timbur, ef þú ert með hugmynd... erum við til í að hlusta. Það er fátt sem við getum ekki gert með okkar fjölbreytta tækjakosti og komum til með að auka við hann jafnt og þétt til að koma að þörfum þínum. Ef þú hefur einhverjar óskir um hvernig þú vilt fá þitt íslenska timbur eða hráefni úr skóginum unnið þá reynum við að finna lausnina með þér á einfaldan máta.
Jólatré

Jólatré

Við sendum frá okkur jólatré. Við eigum stafafuru, blágreni og rauðgreni í öllum stærðum.