Vélakostur okkar er af ýmsum toga og höfum við flutt þær allar inn sjálf til að komast hjá aukakostnaði. Við höfum kanski farið aðeins aðrar leiðir en margur hefði farið.
Við erum með fjöldaframleiðslu í huga og því keyptum við gríðarlega afkastamiklar hjólsagir og erum líka með mjög vandaða bandsög til minni verka ásamt sögun á útiklæðningum.
Þá erum við með mjög vandaðan fjórhliðahefil til að skila toppgæðum í frágangi á efni. Einnig þýska kögglapressu til framleiðslu á sagkögglum til undirburðs. Svo eitthvað sé nefnt.
Skoða meira